Beiðni um aðgang að gögnum máls vegna dúntekju

Málsnúmer 2205057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 07.06.2022

Lagt fram erindi Árna Rúnars Örvarssonar þar sem óskað er eftir öllum þeim gögnum er varða nýja samninga og nánari útlistun á innihaldi samninganna er gerðir voru við aðila á varpsvæðum 1-4 í Siglufirði með tilliti til dúntekju.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að taka saman gögnin og afhenda.