Umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts

Málsnúmer 2203019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17.03.2022

Lagt er fram erindi Gunnsteins Ólafssonar f.h. Félags um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar dags. 7. mars 2022 er varðar umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts af húseign félagsins á Siglufirði.
Auglýst var eftir styrkumsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins þann 14. október 2021 með umsóknarfresti til 28 október, í framhaldi var unnið úr styrkumsóknum og styrkir samþykktir samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja Félag um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar um 108.172 kr. til greiðslu fasteignaskatts vegna Norðurgötu 1, 580 Siglufirði.