Umboð til gerðar samnings við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2112014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 09.12.2021

Lögð er fram beiðni um umboð til handa Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 29. nóvember 2021, einnig eru lögð fram drög að umboði.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16.12.2021

Fram er lagt að nýju erindi Sigurjóns Norberg Kjærnested f.h. Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) dags. 29. nóvember 2021. Í erindinu er óskað eftir umboði til gerðar samnings við ríkið f.h. sveitarfélagsins um þjónustu sem hjúkrunarheimilið Hornbrekka veitir í hjúkrunar- og dvalarrýmum stofnunarinnar. Einnig eru lögð fram drög að umboði til fyrrnefndra aðila.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umboði og felur bæjarstjóra að undirritað það f.h. sveitarfélagsins.