Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 5, 6 og 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Elías Pétursson tók til máls undir lið 1.
.2
2112030
Tækifæri til uppbyggingar í þéttbýli Fjallabyggðar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16. desember 2021.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við Alta ehf. á grunni framlagðs minnisblaðs og verkefnislýsingar.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.5
2112018
Afskriftir viðskiptakrafna - 2021
Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16. desember 2021.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um afskrift viðskiptakrafna og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.6
2112014
Umboð til gerðar samnings við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilis
Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16. desember 2021.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umboði og felur bæjarstjóra að undirritað það f.h. sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.7
2112033
Styrkur vegna Rauðu fjaðrarinnar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16. desember 2021.
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verði við ósk um styrk til verkefnisins.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.