Frágangur á svæði vestan við Óskarsbryggju

Málsnúmer 2111053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 09.12.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 22. nóvember 2021, unnið að ósk bæjarstjórnar í framhaldi bókunar hafnarstjórnar á 123. fundi hennar. Í minnisblaðinu er farið yfir umhverfisúrbætur á svæðinu vestan við Óskarsbryggju, úrbætur felast í jöfnun svæðisins, fegrun, mótunar malargatna og annarra úrbóta.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að láta vinna verkið í samræmi við framlagt minnisblað.