Tillaga um að frír sundmiði fylgi gistinótt á tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 2105069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 698. fundur - 01.06.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags.26.05.2021 þar sem lagt er til að þar til tekist hefur að bæta aðstöðu á tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði fyrir tjaldsvæðagesti verði fyrirkomulag sem gilti sumarið 2020 framlengt. Með hverri gistinótt muni fylgja einn sundmiði pr. gest þar til nýtt þjónustuhús er risið. Mikil ánægja var með þessa lausn síðasta sumar. Með því móti er komið til móts við gesti vegna aðstöðuleysis (sturtuleysis) og er til þess fallið að laða fjölskyldufólk að tjaldstæðinu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að sundmiði fylgi hverri gistinótt fyrir tjaldsvæðagesti á tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði.