Drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (Covid-19 og sveitarfélög)

Málsnúmer 2101017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12.01.2021

Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög sem aðgengileg eru í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13.04.2021

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31.03.2021. Alþingi samþykkti sl. föstudag frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins. Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/03/31/Breytingar-a-ymsum-logum-tengdum-malefnum-sveitarfelaga-og-koronuveirufaraldrinum/
Lagt fram