Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020
Málsnúmer 2011016F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020
Undir þessum dagskrárlið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Gerð hefur verið könnun á vistunarþörf leikskólanemenda á milli jóla og nýjárs en það eru þrír virkir dagar.
Svörun foreldra á Leikskálum Siglufirði var 82% og segjast 31% foreldra muni nýta vistun einn dag eða fleiri (samtals 21 barn). 51% foreldra segjast ekki munu nýta vistun á milli jóla og nýjars. Ekki barst svörun fyrir 18% barna. Ef eingöngu eru taldir þeir sem svara, segja 63.6% nei og 36.4% já við vistunarþörf.
Svörun foreldra á Leikhólum Ólafsfirði var 58% og segja 23% foreldra að þeir muni nýta vistun einn dag eða fleiri (samtals 9 börn). 35% sögðust ekki ætla að nýta leikskólaplássið þessa daga. Ekki var svarað fyrir 42% barna. Ef eingöngu eru taldir þeir sem svara segja 61% nei og 39% já.
Skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar er falið að skipuleggja starf leikskólans þessa daga miðað við vistunarþörf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 93. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Ekki er á þessum tímapunkti ljóst hvort eða hvernig opið verði í sundlaugar um jól og áramót. Forstöðumanni og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að útfæra opnunartíma út frá gildandi sóttvarnartakmörkunum þegar nær dregur jólum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 93. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020
Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2020 lagðar fram til kynningar.
Bókun fundar
Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 93. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020
Dagsetningar funda í fræðslu- og frístundanefnd á árinu 2021 lagðar fram til kynningar. Að jafnaði mun nefndin funda fyrsta mánudag í hverjum mánuði utan júlí en þá er ekki ráðgerður fundur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 93. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum