-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 ásamt tillögu að framkvæmdum fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
Lögð fram tillaga að gjaldskrám og álagningu fyrir árið 2021.
Gjaldaliðir vegna fasteignagjalda verða eftirfarandi: Fasteignaskattsprósenta verður óbreytt (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%). Lóðarleiguprósenta verður óbreytt (A 1,90% og C 3,50%). Sorphirðugjöld hækka um 2,5% í 46.230 úr 45.100 kr.. Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verður óbreytt 0,29%. Vatnsskattsprósenta fasteigna verður óbreytt 0,29%.
Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
Tekjumörk verða sem hér segir:
Fl.
Einstaklingar
Afsláttur
1.
-
-
3,300,000 100%
2.
3,300,001
-
3,900,000
75%
3.
3,900,001
-
4,525,000
50%
4.
4,525,001
-
5,150,000
25%
5.
5,150,001
-
-
0%
FL.
Hjón/Sambýlisfólk
Afsláttur
1.
- -
5,000,000
100%
2.
5,000,001
-
5,800,000
75%
3.
5,800,001
-
6,400,000
50%
4.
6,400,001
-
7,000,000
25%
5.
7,000,001
-
-
0%
Gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga hækkar um 2,7%
Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.
Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.
Gjald fyrir skólamáltíðir í Leikskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.
Frístundastyrkur fyrir börn á 4 - 18 ára aldri hækkar í kr. 37.500 úr 35.000.
Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2021 hækka um 2,8%.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
1. 2010127 - Á 675. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi erindi stjórnar Hestmannafélagsins Gnýfara þar sem óskað var eftir mokstri við hesthúsasvæðið í Ólafsfirði og á reiðstíg.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 18.11.2020.
Bæjarráð þakkar ábendinguna en sér sér ekki fært að verða við erindinu.
3. 2010128 - Á 675. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi erindi Þorvalds Hreinssonar um lagfæringu á göngustíg sunnan við Hornbrekku.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.11.2020.
Bæjarráð samþykkir að beina því til tæknideildar að lagfæra stíginn ef því verður við komið næsta sumar. Stígurinn verður ekki malbikaður að svo stöddu.
Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar, dags. 16.11.2020 varðandi uppfærðan kostnað við uppfærslu á vef sveitarfélagsins, Vöktun málefna, sem samþykkt var að kaupa á fjárhagsárinu 2020.
Viðbótarkostnaður vegna uppfærslu er kr. 190.000 auk þess sem hækkun verður á þjónustugjaldi um 6.450 kr. án vsk. á mánuði.
Bæjarráð samþykkir uppfærsluna sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
Lagt fram erindi Stígamóta, dags. 09.11.2020 er varðar styrkumsókn vegna starfsemi Stígamóta.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
Lagt fram til kynningar erindi heildarsamtaka og stéttarfélaga starfsmanna sveitarfélaga, dags. 18.11.2020 til sveitastjórnarfólks um allt land. Þar er fjallað um styttingu vinnuvikunnar og mikilvægi þess að rétt sé staðið að því innleiðingarferli sem nú er í gangi, eða er að fara í gang, á vinnustöðum sveitarfélaganna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18.11.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 17.11.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál.
Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.11.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.
Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 18.11.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.
Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 17.11.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.
Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.11.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.
Lagt fram til kynningar erindi Alþingis- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 19.11.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.
Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 19.11.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.
Lagt fram til kynningar erindi nefndarsviðs Alþingis, dags. 20.11.2020 þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að framlengja umsagnarfrest í 39. máli (tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar) til 29. nóvember.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. nóvember sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27. nóvember 2020
Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
70. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 18. nóvember sl.
126. fundur Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 19. nóvember sl.
22. fundur Stjórnar Hornbrekku frá 19. nóvember sl.
117. fundur Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 20. nóvember sl.
92. fundur Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 23. nóvember sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 676. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum