Samstarfssamningur vegna Húss eldri borgara í Ólafsfirði

Málsnúmer 2010088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 03.11.2020

Lagt fram erindi stjórnar Félags eldri borgara í Ólafsfirði, þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið vegna notkunar á húsnæði félagsins til næstu tveggja ára vegna félagsstarfs eldri borgara. Í erindi eldri borgara kemur fram að greiðslur vegna afnota hafi ekki verið greiddar á árinu 2019 og 2020.

Lagt fram yfirlit yfir greiðslur til Félags eldri borgara frá árinu 2018 þar sem fram koma greiðslur fyrir afnot af húsinu fyrir árið 2019 og 2020.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra félagsþjónustu að vinna tillögu að framtíðarlausn félagsstarfs eldri borgara í Ólafsfirði ásamt drögum að samningi og leggja fyrir bæjarráð.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 12.03.2021

Lögð fram til kynningar drög að samningi um afnot félagsþjónustu Fjallabyggðar af Húsi eldri borgara í Ólafsfirði sem og breytingatillaga Félags eldri borgara við drögin. Málið er í áframhaldandi vinnslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13.04.2021

Lögð fram drög að samningi um afnot félagsþjónustu Fjallabyggðar af húsi eldri borgara í Ólafsfirði ásamt vinnuskjali deildarstjóra félagsþjónustu, dags. 26.03.2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 nr.11/2021 að upphæð kr. 252.000.- við deild 02430, lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.