Umsókn um styrk - þjóðlagahátíðin á Siglufirði

Málsnúmer 2009009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 08.09.2020

Lagt fram erindi Gunnsteins Ólafssonar fh. Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði, dags. 18.08.2020 ásamt reikningi. Þar sem þess er óskað að bæjarráð Fjallabyggðar greiði Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, sem fara átti fram dagana 1.-5. júlí 2020, styrk að upphæð kr. 800.000 vegna launa framkvæmdastjóra og grafískrar hönnunar vefs og prentaðrar dagskrár sem fer í prentun á næsta ári.

Einnig lagt fram erindi formanns félagsins frá 25.05.2020 og bókun bæjarráðs við erindinu dags. 16.06.2020

Erindið var tekið fyrir á 665. fundi bæjarráðs en vegna mistaka var málið stofnað á rangt félag og kennitölu. Bæjarráð biðst velvirðingar á þeim mistökum en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.