Púttvöllur

Málsnúmer 2005044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram erindi Ingvars Á. Guðmundssonar fh. félags eldri borgara á Siglufirði, dags. 11.03.2020 þar sem óskað er eftir styrk til þess að ljúka við gróðurlag púttvallar að upphæð kr. 1.745.000. Framkvæmdarkostnaður á árinu 2019 vegna jarðvegsvinnu nam kr. 1.727.529 sem greiddur var af félaginu m.a. með styrk úr Samfélagssjóði SPS. Félagið áætlar að leggja til greiðslu vegna geymsluhúss og annarrar aðstöðu ásamt búnaði við völlinn sem áætluð er kr. 772.471.-

Bæjarráð samþykkir að styrkja Félag eldri borgara til framkvæmda á gróðurlagi púttvallar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að koma með tillögu að útfærslu styrks.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur - 19.05.2020

Á 651. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að styrkja Félag eldri borgara á Siglufirði til framkvæmda á gróðurlagi púttvallar og fól bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að koma með tillögu að útfærslu styrks. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er kr. 1.745.000
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.05.2020, þar sem lagt er til að styrkurinn kr. 1.745.000 verði greiddur til félagsins í beinni greiðslu.

Bæjarráð samþykkir að vísa styrk kr. 1.745.000 til viðauka nr. 11/2020 og bókist á opin svæði, á deild 11410, lykil 9291 sem mætt verði með lækkun á handbæru fé og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.