Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61
Málsnúmer 2002001F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur- 5. febrúar 2020
Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar fór yfir starfið í menningarhúsinu árið 2019. Mjög mikið og fjölbreytt starf fór fram í menningarhúsinu og voru gestir og þátttakendur um 15.500 yfir árið. Notkun á Menningarhúsinu Tjarnarborg, viðburðir, æfingar og undirbúningur viðburða voru alls 235 skipti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 61. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur- 5. febrúar 2020
Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti hugmyndir að merkjum (logó) fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Listasafn Fjallabyggðar. Gígja Ívarsdóttir hannaði merkin. Forstöðumaður Bóka-og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur valið merki úr tillögum hönnuðar fyrir Bókasafn Fjallabyggðar og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar sem markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti. Markaðs- og menningarnefnd valdi merki úr tillögum hönnuðar fyrir Listasafn Fjallabyggðar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að ganga frá útfærslu merkisins í samræmi við niðurstöðu fundar. Nefndin þakkar hönnuði fyrir góðar tillögur og fagnar því að nú munu þessar stofnanir eiga sín eigin merki. Merkin munu m.a. prýða nýjar heimasíður þessara stofnana.
Bókun fundar
Afgreiðsla 61. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur- 5. febrúar 2020
Farið yfir lokadrög að tillögu vinnuhóps um markaðsherferð Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði. Markaðs- og menningarnefnd þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 61. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur- 5. febrúar 2020
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020, Elías Þorvaldsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningarmála, hátíðarhalda, reksturs safna og setra ásamt styrk til fræðslumála 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 61. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.