- Þjónusta
- Velferð og fjölskyldan
- Menntun
- Íþróttir og tómstundastarf
- Skipulags- og byggingarmál
- Umhverfismál
- Veitur, hafnir og Þjónustumiðstöð
- Ertu að flytja í Fjallabyggð?
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Menning og söfn
- Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar
- Listaverkasafn Fjallabyggðar
- Menningarhúsið Tjarnarborg
- Síldarminjasafnið
- Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
- Alþýðuhúsið á Siglufirði
- Pálshús Ólafsfirði - Náttúrugripasafn
- Ljóðasetur Íslands
- Saga Fotografica - Photo History Museum
- Herhúsið
- Gallerý og vinnustofur
- Menningarstyrkir
- Bæjarlistamaður
- Ferðaþjónusta
- Upplifðu Fjallabyggð
- Fjallabyggð fagnar þér
- Gisting í Fjallabyggð
- Veitingastaðir
- Afþreying og útivist
- Afþreying utandyra
- Golfvellir
- Gönguleiðir á Tröllaskaga
- 1 - Siglunes
- 2 - Hafnarfjall - Hvanneyrarskál
- 3 - Dalaleið
- 4 - Hestskarð til Héðinsfjarðar
- D-E - Gönguleiðir á snjóflóðagörðum (Ríplum) Siglufjarðar
- 5 - Íllviðrishnjúkur
- 7 - Rauðskörð úr Héðinsfirði - Kleifar
- 8 - Fossabrekkur frá Kleifum til Héðinsfjarðar
- 10 - Botnaleið Siglufjörður / Ólafsfjörður
- 11 - Botnaleið - Héðinsfjörður
- 12 - Siglufjarðarskarð
- 16 - Ólafsfjarðarmúli - Múlakolla
- 19 - Grímubrekkur
- 17 - Kerahnjúkur
- 18 - Drangar
- B - Ólafsfjarðarvatn
- C - Gönguleið á snjóflóðagarð ofan Hornbrekku í Ólafsfirði
- Fossdalur
- Hreppsendasúlur
- Hvanndalir
- Reykjaheiði
- Ólafsfjarðarskarð
- Skollaskál
- Sóti Lodge - gönguferðir
- Ferðafélagið Trölli
- Útsýnisflug og þyrluflug
- Vetrarafþreying
- Afþreying á sjó eða vatni
- Sóti Travel
- Skotfélag Ólafsfjarðar
- Náttúrufar og dýralíf
- Gönguleiðakort Fjallabyggðar
- Afþreying utandyra
- Viðburðir
- Áhugaverðar síður
- Norrænir vinabæir Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
- Menning og söfn
- Þjónustugátt
- Fundagátt
Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar harmar það að þær hamfarir sem dundu yfir Vestfirði í síðustu viku hafi þurft til þess að opna á umræðu um ofanflóðasjóð. Seyðisfjörður er einn þeirra staða sem kallað hefur eftir vörnum bæði fyrir snjó- og aurflóðum. Sérfræðingar hafa rannsakað og skilað skýrslum, forhönnun varnargarða liggur fyrir en fjármagnið vantar. Bæjarráð tekur undir með þeim sem hafa minnt stjórnvöld á að breyta þurfi áherslum ríkissjóðs á þann veg að það fjármagn sem greitt hefur verið í svokallaðan ofanflóðasjóð verði nýtt í varnir. Komið hefur fram í fjölmiðlum að í ríkisstjórninni sé vilji til þess að úr þessu verði bætt sem er þakkarvert. Bæjarráð Seyðisfjarðar minnir á að árið 1885 féll eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar úr Bjólfinum, sópaði flóðið 15 húsum út í sjó, 90 manns lentu í flóðinu og 24 létust. Árið 1995 sópaðist fiskimjölsverksmiðja úr í sjó, einnig staðsett í Bjólfinum. Mikil mildi að ekki varð manntjón þar. Við viljum því minna á að hamfarir sem þessar geta átt sér stað hvenær sem er. Bæjarráð Seyðisfjarðar krefst þess að ofanflóðasjóður verið fjármagnaður að fullu og gert kleift að uppfylla skyldur sínar.
Bæjarráð samþykkir að taka undir bókun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar og mikilvægi þess að fjármagn verði tryggt til þess að verja byggðir fyrir þessari náttúruvá og minnir á að á Siglufirði er fjórða og síðasta áfanga stoðvirkja fyrir ofan byggð enn ólokið þrátt fyrir ítrekaðar kröfur bæjarráðs um að verkið yrði klárað í beinu framhaldi af þriðja áfanga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda erindi á Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra.