Byggðaáætlun - Náttúruvernd og efling byggða

Málsnúmer 2001070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 04.02.2020

Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, dags. 24.01.2020 þar sem óskað er eftir hugmyndum að mögulegum verkefnum sem falla undir lið C.). í byggðaáætlun fyrir 24. febrúar nk.

https://www.althingi.is/altext/pdf/148/s/1242.pdf.

C.9. Náttúruvernd og efling byggða.
Verkefnismarkmið: Að náttúruvernd stuðli að eflingu byggða.
Greind verði tækifæri og ávinningur í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu náttúruverndarsvæða, svo sem í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Hugað verði að því að verulegur ávinningur getur falist í friðlýsingu svæða og rekstri þeirra, svo sem með stofnun þjóðgarða eða jarðvanga. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda fyrirtækja í náttúrutengdri ferðaþjónustu innan landshluta.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstóra og deildarstjóra.