Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021

Málsnúmer 2001013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17.11.2020

Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

Tekið til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2021.

1.
2010142 - Síldarminjasafn Íslands - Sýning á Salthúslofti. Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um styrk vegna sýningar um veturinn í síldarbænum 2 millj.kr. vegna hönnunar og uppsetningar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 3. nóvember sl.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

2.
2010100 - Beiðni um endurnýjun á samningi Skógræktarfélags Siglufjarðar. Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni Skógræktarfélags Siglufjarðar um endurnýjun og hækkun á rekstrarsamningi til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja samninginn til eins árs. Upphæð samnings verður óbreytt frá þessu ári kr. 400.000.

3.
2010093 - Umsókn um framkvæmdastyrk - v. kjallara Pálshúss. Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um framkvæmdastyrk vegna 4. áfanga við Pálshús „Kjallarinn“ þar sem gera á „Ævintýraheim barnanna“ 3 millj.kr. til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 3. nóvember sl.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

4.
2010070 - Samkomulag um þjónustukaup jól og áramót 2020-2023. Bæjarráð vísaði vinnuskjali markaðs- og menningarfulltrúa vegna beiðni um hækkunar á samningi vegna jóla og áramóta - þjónustukaup vegna styrkja, til Björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði, Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði og Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Siglufirði vegna flugeldasýninga og brenna á gamlárskvöld og á þrettándanum verði hækkaður úr kr. 250.000 í kr. 300.000, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja samninga til næstu þriggja ára. Upphæð samnings verður kr. 300.000.

5. 2010040 - Síldarminjasafn Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings. Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um hækkun á rekstrarsamningi til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir endurnýjun á rekstrarsamningi vegna ársins 2021. Upphæð rekstrarstyrks verður óbreytt frá fyrra ári. 5,5 millj.kr.

6. 2009031 - Styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021.
Bæjarráð vísaði erindi vegna styrkumsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021 vegna áætlaðs kostnaðarhluta sveitarfélagsins vegna endurbyggingar Selvíkurvita á Siglufirði og aðstöðuhúss við Brimnes í Ólafsfirði ef styrkur fæst til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 6. október sl.

Bæjarráð samþykkir að ekki verði gert ráð fyrir kostnaði vegna framkvæmda á árinu 2021. Fáist styrkur mun bæjarráð taka málið til skoðunar.


7. 2009004 - Aflið, samtök gegn kynferðis- ofbeldi.
Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um rekstrarstyrk til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 8. september sl.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 50.000 kr.


8. 2008042 - Bryggja í Hornbrekkubót. Skipulags- og umhverfisnefnd tók fyrir erindi frá Helga Jóhannssyni að gerð verði bryggja úr gömlum rafmagnsstaurum í Hornbrekkubót og að framkvæmdin fari á fjárhagsáætlun 2021. Bæjarstjórn lagði til að skoðaðar verði fleiri útfærslur af bryggju til dæmis flotbryggja, á fundi sínum þann 9. september sl.

Bæjarráð samþykkir að fresta framkvæmdinni til umræðu um gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022.


9. 2006005 - Frisbígolf á Siglufjörð og Ólafsfjörð. Bæjarráð vísaði erindi vegna uppsetningar á Frisbívöllum á Siglufirði og í Ólafsfirði til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi sínum 23. Júní sl.. Áætlaður kostnaður við uppsetningu slíks vallar er kr. 2 millj. en getur verið breytilegur eftir því hvort um heilsársbrautir er að ræða og ef sveitarfélagið getur sjálft framkvæmt uppsetningu.

Bæjarráð samþykkir að fresta framkvæmdinni til umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2022 en felur deildarstjóra tæknideildar að setja niður tvær „körfur“ eina í Ólafsfirði og eina á Siglufirði.

10. 1907030 - Vegna uppbyggingar hundasvæða. Bæjarráð vísaði erindi vegna undirskriftalista vegna uppbyggingar hundasvæða til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi sínum þann 21. janúar sl.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

11. 1912017 - Fyrirspurn um hleðslustöðvar. Bæjarráð vísaði erindi vegna fyrirspurnar íbúa á Skálarhlíð um uppsetningu hleðslustöðvar til að hlaða rafknúin ökutæki til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á fundi bæjarráðs 7. janúar sl. með tilliti til uppsetningar fyrir fjölbýlishús í útleigu hjá Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að ekki verði gert ráð fyrir fjármagni vegna hleðslustöðvar en fáist styrkur í verkefnið mun bæjarráð taka málið til skoðunar.

12. 2002052 - Ársskýrsluvefur. Bæjarráð vísaði erindi Stefnu ehf. varðandi ársskýrsluvef til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á fundi sínum þann 25. febrúar sl.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.