Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019
Málsnúmer 1911015F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Lagt var fyrir annað erindi Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir að leigja tíma í sundlaugum Fjallabyggðar fyrir samflot og flotþerapíu og leggur fram nokkrar hugmyndir að framkvæmd. Fræðslu- og frístundanefnd hafnar erindi Önnu Huldu um hitun sundlaugar á Siglufirði vegna þeirrar skerðingar sem hitun laugarinnar hefur í för með sér fyrir aðra notendur laugarinnar. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar að ræða við Önnu Huldu um nýtingu hitaðrar lendingarlaugar á Ólafsfirði fyrir samflot og flotþerapíu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019
Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu undir þessum lið.
Leikskólastjóri lagði fram ósk um breytingu á skóladagatali leikskólans á þann veg að eftir hádegi þriðjudagsins 19. maí verði leikskóli lokaður vegna námsskeiðs/námsferðar starfsfólks. Á skóladagatali er gert ráð fyrir starfsdögum á leikskólanum 20. og 22. maí vegna námsferðar en vegna óhagstæðrar flugáætlunar er nauðsynlegt að hefja ferðalag á hádegi 19. maí. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir ósk leikskólastjóra fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Skólastjóri fór yfir niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk haustið 2019. Af fjórum prófum eru niðurstöður þriggja yfir meðaltali á landsvísu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Skólastjóri fór yfir niðurstöður nemendakönnunar Skólapúls frá október 2019. Mun fleiri jákvæðar vísbendingar eru í niðurstöðum nú en í síðustu mælingu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Stöðuskýrsla frá Tröppu ráðgjöf ehf. lögð fram til kynningar. Vinna Tröppu við ráðgjöf í Grunnskóla Fjallabyggðar gengur vel og er á áætlun. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að fulltrúi Tröppu ehf. komi með kynningu á vinnunni og stöðu hennar í janúar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019
Skýrsla starfshóps Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um tillögu að gæðaviðmiðum fyrir starf frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn lögð fram til kynningar. Fjallabyggð hefur verið boðin þátttaka á kynningarfundi hjá Akureyrarbæ í janúar og munu deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar sækja fundinn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.