Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019

Málsnúmer 1903061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26.03.2019

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 18.03.2019 þar sem fram kemur að eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019. Nefndin mun óska eftir yfirliti ársfjórðungslega um stöðu einstakra verkefna, samanlögðum útlögðum kostnaði, gildandi fjárheimild og breytingar á henni á árinu ásamt mati á stöðu verkefnis.