Fyrirspurn frá lesanda Trolla.is - Hvers vegna gildir trúnaður um verðkönnunargögn.

Málsnúmer 1902021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12.02.2019

Lagt fram erindi Trölla.is, dags. 01.02.2019 er varðar fyrirspurn lesanda vegna trúnaðar um verðkönnunargögn.
Spurningar eru eftirfarandi:

Hvernig var með opna og upplýsta umræðu/upplýsingar um málefni Fjallabyggðar. Hvers vegna gildir trúnaður um verðkönnunargögn.
Eiga ekki íbúar Fjallabyggðar rétt á að vita hve hár kostnaður muni lenda á þeim ef einhverra hluta vegna þeir geti ekki greitt t.d. leikskólagjöldin sín á réttum tíma ? Nú eða skólamáltíðir og fasteignagjöld.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að svara erindinu.