Fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna

Málsnúmer 1902020

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 7. fundur - 23.05.2019

Lögð fram til kynningar fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna sem Embætti landlæknis hefur gefið út fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun Lýðheilsustefnu frá 2016. Myndböndin hafa nú þegar verið send foreldrum og starfsfólki Leikskóla Fjallabyggðar.