Áfangastaðaáætlanir

Málsnúmer 1901114

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 05.02.2019

Lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags, 25.01.2019 þar sem þess er farið á leit við sveitarfélagið að útgefin áfangaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi sviðs sveitarfélagsins. Áfangaáætlun Norðurlands sem er stefnumótandi stjórnunaráætlun fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi er unnin í samstarfi og samþættingu við aðrar áætlanir á svæðinu s.s. deili- og aðalskipulags sveitarfélaga, samgönguáætlun, byggðaáætlun og landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að markaðs- og menningarfulltrúi kynni áfangaáætlun Norðurráðs á fundi bæjarráðs og vísar áfangaáætlun Norðurlands einnig til kynningar í markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11.02.2019

Lögð fram til kynningar áfangastaðaáætlun Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Á fund bæjarráðs mætti Björn Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands til þess að fara yfir Áfangastaðaáætlun Norðurlands.

Bæjarráð þakkar Birni greinagóða yfirferð.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 06.03.2019

Linda Lea Bogadóttir kynnti skýrslu um Áfangastaðaáætlun fyrir nefndarmönnum.