Lýsing í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1812044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20.12.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun á endurnýjun á lýsingu í íþróttahúsum Fjallabyggðar.

Eftirtöldum aðilum verði gefin kostur á að bjóða í verkefnið:

Raftækjavinnustofan efh, Ingvi Óskarsson ehf, Raffó ehf og Andrés Kristján Stefánsson.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að framkvæma verðkönnun vegna lýsingar í íþróttahúsum Fjallabyggðar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.01.2019 vegna tilboða í endurnýjun á lýsingu í íþróttasali íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Ingvi Óskarsson ehf 7.383.261,-
Raffó ehf 7.892.770,-
Kostnaðaráætlun 8.440.714,-

Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði frá Ingva Óskarssyni ehf verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Ingva Óskarsonar ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.