Ályktun um öryggi í höfnum

Málsnúmer 1811101

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 18.12.2018

Eftirfarandi er ályktun 41. hafnasambandsþings um öryggi í höfnum.
"Hafnasambandsþing haldið í Reykjavík dagana 25-26. október 2018 beinir þeim tilmælum til hafna að unnið verði áhættumat þar sem leitast verður við að benda á hættur sem stafað geta að þeim sem fara um hafnarsvæði og hafnarbakka. Því er beint til stærri hafna að unnið verði að öryggisvottun hafnanna. Íslenskar hafnir uppfylla langflestar öll ákvæði reglugerðar um öryggi í höfnum, en mikilvægt er að horfa til atriða sem ekki verða sett í reglugerðir. Útgerðir hafa náð framúrskarandi árangri í öryggismálum með markvissum aðgerðum og mikilvægt að hafnirnar láti ekki sitt eftir liggja."
Hafnarstjórn tekur undir ályktun 41. hafnasambandsþings.