-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lögð fram drög að svarbréfi bæjarstjóra til Ofanflóðasjóðs þar sem bæjarráð fer fram á að Ofanflóðanefnd endurskoði ákvörðun sína, sem fram kom í bréfi nefndarinnar dags. 24.09.2018 þess efnis að framkvæmdir við 4. og síðasta áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði eigi ekki að hefjast fyrr en 2021 og ljúki á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og felur bæjarstjóra að senda bréfið til Ofanflóðasjóðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lagt fram til kynningar minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa dags. 12. 10 2018 vegna svars við vefkönnun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vegna stöðu fasteignamarkaðar á landinu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd og óskar eftir því við markaðs- og menningarfulltrúa að gerð verði frétt um niðurstöðu könnunarinnar á vef sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Tilboð í ræstingu í Leikhólum voru opnuð 28.09.2018.
Alls bárust þrjú tilboð frá:
Georgios Grammatikas kr. 9.514.613
Guðrúnu B. Brynjólfsdóttur kr. 15.058.920
Minný ehf kr. 12.833.463
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi og leggja fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lögð fram drög að verksamningi við Glaum ehf. vegna ræstingar á skólahúsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Aðalgötu 27. Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála að undirrita samninginn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Að beiðni bæjarráðs hefur forstöðumaður íþróttamannvirkja leitað tilboða í skipitveggi í íþróttahús Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði með það fyrir augum að auka nýtingu í íþróttasölum húsanna.
Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi Vistorku ehf. dags. 17.10.2018 þar sem boðað er til stefnumótunarfundar um mótun félagsins til framtíðar, miðvikudaginn 24. 10.2018 kl. 16-19. Er þar með verið að fylgja eftir bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 18.09.2018 þar sem ákveðið var að boða til fundar með bæjarfulltrúum, stjórnum og stjórnendum Vistorku ehf., Norðurorku hf. og Moltu ehf til þess að ræða stefnumótun til framtíðar í umhverfismálum og starfssemi fyrirtækjanna með það að markmiði að Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lagt fram erindi Verkfræðingafélags Íslands dags. 17.10.2018 þar sem fram kemur að félagið stendur fyrir alþjóðlegri ofanflóðaráðstefnu á Siglufirði dagana 3-5. apríl 2019. Félagið óskar eftir því að Fjallabyggð styrki ráðstefnuna í formi móttöku sem færi fram 2. apríl 2019.
Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála frekari úrvinnslu málsins og leggja fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lagt fram erindi frá Stjórn Eyþings dags. 16.10.2018 þar sem óskað er eftir aukaframlagi vegna ráðningar framkvæmdastjóra Eyþings í afleysingu til allt að sex mánaða vegna veikindaleyfis framkvæmdastjóra. Hlutur Fjallabyggðar vegna ráðningarinnar er áætlaður 613.070 kr.
Bæjarráð samþykkir að greiða sinn hlut í launum vegna ráðningar framkvæmdastjóra Eyþings í afleysingar. Upphæðinni kr. 613.070 er vísað í viðauka nr. 15/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé á lið 05810-9621.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lögð fram til umsagnar tillaga umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172, mál.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lögð fram til umsagnar tillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um dag nýrra kjósenda, 27. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi Landbúnaðarháskóla Íslands dags. 17.október sl. vegna námskeiðs um dreifbýlisskipulag, Rural planning sem fram fer föstudaginn 2. nóvember nk. í Landbúnaðarháskóla Íslands kl. 9:00-17:25.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lagt fram erindi Íbúðarlánasjóðs dags. 18.10.2018 þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í greiningu sjóðsins á misvægi stofnkostnaðar íbúða á markaðsverði fasteigna eftir mismunandi landssvæðum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lagt fram erindi Leikhópsins Lottu dags. 18.10.2018 þar sem óskað er eftir styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg, gistingar og ferðakostnaðar vegna fyrirhugaðrar leiksýningar leikhópsins á leikritinu Rauðhettu í Tjarnarborg 31. janúar 2019.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála varðandi það að veita styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 19.október sl. um umræðu og samráðsfund vegna kjaraviðræðna 2019 sem fram fer í Hofi föstudaginn 26. október kl. 10:00-12:00 og haldin er í samstarfi við Eyþing.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 864. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 311. fundar stjórnar Eyþings frá 9. október sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar skipulags- og umhverfisnefndar sem haldinn var 17. október sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.