Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Málsnúmer 1808083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 04.09.2018

Lagt fram erindi frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fagnar 90 ára afmæli sínu á árinu. Sveitarfélaginu er boðið að senda afmæliskveðju í formi auglýsingar í tímaritið Björgun.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem færist af lið 21810, lykli 9291 og felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
Bæjarráð óskar Slysavarnafélaginu Landsbjörg til hamingju með afmælið og þakkar óeigingjarnt og vel unnið starf.