Breyting á aðalskipulagi - Aðalgata 15 og Ólafsvegur 3

Málsnúmer 1805059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 20.06.2018

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 dagsett 17. maí 2018. Lagt er til að Aðalgata 15 og Ólafsvegur 3 í Ólafsfirði verði skilgreint sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir þjónustustofnanir. Breytingin telst óveruleg þar sem lóðirnar liggja að íbúðarsvæðum og falla því vel að núverandi skipulagi.
Nefndin leggur til við bæjarráð að aðalskipulagsbreyting þessi hljóti afgreiðslu í samræmi við 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010.