Drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Málsnúmer 1712015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29.12.2017

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Einnig lögð fram til kynningar bókun úr fundargerð 2416. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar sem send var Fjallabyggð þann 11. desember sl.
Þar tekur ráðið undir afstöðu sambandsins „um nauðsyn þess að árlegar fjárheimildir Ofanflóðasjóðs verði hækkaðar með hliðsjón af þeim verkefnum sem bíða aðkomu sjóðsins. Jafnframt vill bæjarráð (Seyðisfjarðarkaupstaðar) koma á framfæri því sjónarmiði að tekjum Ofanflóðasjóðs verði áfram haldið aðgreindum sem mörkuðum tekjum sem væntanlega leggjast af þegar verkefnum við ofanflóðavarnir verður lokið."

Bæjarráð tekur undir bæði umsögn sambandsins og bókun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar um mikilvægi þess að Ofanflóðasjóði séu veittar nægar fjárheimildir til þess að hann geti sinnt hlutverki sínu sem skyldi.