Vatnsveita Ólafsfirði

Málsnúmer 1710035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10.10.2017

Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlitið tók þann 5. október sl. á Ólafsfirði innihéldu Escherichia coli (E.coli) gerla. Vatnsveita á Ólafsfirði fær vatn úr 2 vatnsbólum þ.e. úr Múla og Brimnesdal.
Niðurstaða sýnatöku gefur til kynna að vatnsbólið sem þjónar einkum nyðri hluta bæjarins m.a. fiskvinnslunum á Ólafsfirði sé í lagi. Íbúum Ólafsfjarðar hefur verið ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Þegar hafa verið gerðar viðeigandi ráðstafanir og er niðurstöðu sýnatöku sem framkvæmd var í gær, mánudag, að vænta síðar í dag.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24.10.2017

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

Lögð fram tvö minnisblöð deildarstjórans vegna mengunar í neysluvatni í Ólafsfirði. Deildarstjóri óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að setja upp geislatæki við vatnstankinn í Brimnesdal. Mikilvægt er að ráðist verði í framkvæmdina sem fyrst.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til framkvæmdanna. Áætlaður kostnaður er kr. 5.000.000.- og færist af liðnum ýmis smáverk.




Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 07.11.2017

Samkvæmt niðurstöðum sýna sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók af neysluvatni í Ólafsfirði þann 1. nóvember sl. er ekki lengur nauðsynlegt að sjóða neysluvatn. Þær endurbætur sem nú þegar hefur verið ráðist í hafa skilað tilætluðum árangri og er unnið að enn frekari endurbótum, m.a. að koma upp útfjólublárri geislun á neysluvatnið.