Umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda

Málsnúmer 1709059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26.09.2017

Tekið fyrir erindi Helenu Hansdóttur Aspelund þar sem óskað er eftir því að fasteignagjöld af Kirkjuvegi 19, Ólafsfirði, verði felld niður. Er bent á að húsið sé 120 ára gamalt og sé friðað. Er þess óskað að fasteignagjöld verði felld niður frá og með árinu 2018 og að fasteignagjöld fyrir árið 2017 fáist endurgreidd.

Bæjarráð hafnar beiðninni þar sem húsið er einungis friðað sökum aldurs en ekki friðlýst. Í lögum um menningarminjar er kveðið á um að heimilt sé að lækka eða fella niður fasteignagjöld af friðlýstum fasteignum, sbr. 19 gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Sama á ekki við um friðaðar fasteignir.