Umsókn um námsleyfi

Málsnúmer 1708009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 517. fundur - 05.09.2017

Tekin fyrir umsókn frá Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur, aðstoðarskólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar, um námsleyfi veturinn 2018-2019. Einnig lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og greinargerð frá Olgu Gísladóttur leikskólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir umsóknina og vísar kostnaði vegna afleysinga til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útfæra afleysingu fyrir aðstoðarleikskólastjóra í samráði við leikskólastjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 04.09.2018

Særún Hlín vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.
Lagt fram erindi frá Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur aðstoðarleikskólastjóra ásamt minnisblaði Ríkeyjar Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem þess er óskað að Kristín María Hlökk Karlsdóttir fái að dreifa áður samþykktu árs námsleyfi á tvö skólaár, 9. mánuði í senn, og stunda 50% starf með námi þar sem ekki fékkst afleysing í stöðu aðstoðarskólastjóra í 100% starfshlutfall. Námsleyfi verður tekið í samráði við leikskólastjóra.
Bæjarráð samþykkir að veita Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur námsleyfi í tvö ár á móti 50% starfshlutfalli aðstoðarskólastjóra.