Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017
Málsnúmer 1708002F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017
Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.
Skólasetning fer fram miðvikudaginn 23. ágúst 2017, stundaskrár og ritföng verða afhent. Nemendur 1. bekkjar mæta í boðuð viðtöl til umsjónarkennara.
Skráðir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar eru 196. 106 nemendur eru í starfsstöðinni á Siglufirði og 90 í starfsstöðinni í Ólafsfirði.
Skólastarf er undirbúið skv. nýrri fræðslustefnu og munu nemendur 1.-5. bekkjar verða á Siglufirði og nemendur 6.-10. bekkjar í Ólafsfirði. Kennsla í 1.-5.bekk hefst kl. 8.30 en kennsla í 6.-10.bekk hefst kl. 8.10.
50 starfsmenn mæta til starfa í haust, 32 kennarar og 18 aðrir starfsmenn. Meiri mannabreytingar eru nú miðað við síðustu ár. Sólveig Rósa Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri var ráðin 1. ágúst ásamt Ásu Björk Stefánsdóttur umsjónarkennara 5. bekkjar, Gurrý Önnu Ingvarsdóttur sérkennara og Gunnlaugu Björk Guðbjörnsdóttur sérkennara. Sigríður Ásta Hauksdóttir náms- og starfsráðgjafi verður í 20% starfi við skólann en hún mun einnig vinna við MTR.
Nemendum í 1.-4. bekk stendur til boða að sækja Frístund að loknum skóladegi kl. 13.30-14.30. Frístund er tómstundastarf skipulagt af Fjallabyggð í samstarfi við tónlistarskóla, grunnskóla og íþróttafélög. Nemendur í 1.-3. bekk hafa möguleika á að sækja lengda viðveru kl. 14.30-16.00.
Samstarf Grunnskóla Fjallabyggðar við MTR hefur verið aukið. Nokkrir nemendur í unglingadeild sækja þar valgreinar (vélmennafræði og blak), sem er viðbót við ensku og grunnáfanga í náttúru- og félagsvísindum sem 10. bekkingar hafa getað stundað sl. ár.
Bókun fundar
Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017
Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.
Farið yfir tillögu starfshóps um samþættingu á skóla- og frístundastarfi. Að loknum skóladegi 1.-4.bekkjar tekur við skipulagt starf sem er samstarfsverkefni Fjallabyggðar, Tónlistarskólans á Tröllaskaga og íþróttafélaga. Fjögur íþróttafélög hafa ákveðið að taka þátt í Frístund. Það eru KF, TBS, Glói og BF. Skipulag Frístundar verður kynnt foreldrum á næstu dögum og skráning mun fara fram í vikunni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017
Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.
Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017 var ákveðið að leggja fjármagn í kaup á ritföngum fyrir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar. Við skólabyrjun mun skólinn afhenda nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu. Ritfangapakkinn er svipaður milli árganga og felur í sér skriffæri, stíla- og reikningsbækur, skæri, teygjumöppu, tréliti, reglustikur o.s.frv. eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega.
Bókun fundar
Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017
Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.
Deildarstjóri upplýsti fundarmenn um framgang framkvæmda við skólalóð við Norðurgötu. Áætluð verklok 1. áfanga eru í lok ágúst.
Bókun fundar
Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017
Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.
Fræðslu- og frístundarnefnd leggur til við bæjarráð að kefli verði fjarlægð af skólalóð grunnskólans við Tjarnarstíg í Ólafsfirði vegna athugasemda eftirlitsaðila.
Bókun fundar
Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017
Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar Olga Gísladóttir sat undir þessum lið.
Leikskólastjóri fór yfir viðbótaropnun Leikskála. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að sumaropnun á næsta ári verði með svipuðum hætti og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017
Grunnskóli Fjallabyggðar fékk úthlutað kr. 216.000 úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla vegna námskeiðs fyrir starfsfólk á skólaárinu 2017-2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14. ágúst 2017
Lögð fram beiðni um skólavist utan lögheimilissveitarfélags á skólaárinu 2017-2018. Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Afgreiðsla 41. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 514. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.