Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017

Málsnúmer 1706001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 148. fundur - 21.06.2017

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn Herhúsfélagsins að leita lausnar á málinu. Niðurstaðan verði lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar og biður um útfærslu fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur sem deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Ríkey hefur störf 1.ágúst nk. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Lögð fram tillaga Hjartar Hjartarsonar, starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að samningur um skólaakstur við Hópferðabíla Akureyrar ehf. verði framlengdur um eitt ár í samræmi við 3 gr. samningsins og 7. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar.
    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn um eitt ár og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Erindi frá eiganda Lindargötu 24 fastanr.213-0736 varðandi afslátt á B -gatnagerðargjöldum með vísun í tölvupóstsamskipti. Bæjarráð hefur ekki fengið þetta erindi fyrr til umfjöllunar og hafnar að gefa afslátt af gjöldunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Lagt fram erindi frá Leyningsás ses. um uppbyggingu Hólsár. Lagt er til að á næstu þremur árum verði lögð áhersla á að stuðla að sjálfbærri nýtingu árinnar og að settar verði eftirfarandi reglur sem gildi til ársins 2020:

    1. Veiði í Hólsá er heimil börnum og unglingum undir 16 ára aldri.
    2. Veiði er heimil með spún, maðk og flugu.
    3. Leyfilegur hámarksafli á dag eru 3 fiskar.
    4. Veiðimenn skulu skrá allan afla í veiðibók sem staðsett er við Hólsárbrú.
    5. Öll veiði í Hólsá er bönnuð frá 20. september ár hvert.
    6. Öll veiði er bönnuð í Leyningsás.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Stangveiðifélags Siglufjarðar og Leyningsáss um nánari útfærslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð þakkar Sverri fyrir bréfið en bendir jafnframt á að umhirða kirkjugarðanna er alfarið á höndum sóknarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Tekið fyrir umsókn um verkefnastyrk vegna Steckerlfisks frá Ingu Þórunni Waage.
    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Fjallabyggð hefur komið upp hæghleðslustöð við ráðhúsið. Deildarstjóra tæknideildar er falið að ræða við Íslenska gámafélagið og Vistorku og leggja fram umsögn fyrir næsta fund bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð staðfestir sérstaklega lið númer 7 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er varðar niðurrif á húsi við Hverfisgötu 17, Siglufirði. Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati frá deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.