Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Málsnúmer 1703011F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn M. Sveinsdóttir af fundi og í stað hennar kom Hilmar Þór Elefsen.
Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða og felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að ganga frá samningnum.
Bókun fundar
Undir þessum lið vék Steinunn M. Sveinsdóttir af fundi.
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Framkvæmdastjórn HSN hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggja af sjúkrabílavakt á Ólafsfirði en að sjúkrabíllinn verði áfram staðsettur þar og verði tiltækur ef aðstæður krefjast. Tryggja þarf viðbragð þar við bráðum uppákomum og er stefnt að því að mynda hóp vettvangsliða í samstarfi við slökkvilið og/eða björgunarsveit til að sinna fyrsta viðbragði áður en sjúkrabíll kæmi frá Siglufirði eða í undantekningartilfellum frá Dalvík.
Bæjarráð mótmælir harðlega ákvörðun Framkvæmdarstjórnar HSN og hvetur þá til að endurskoða ákvörðun sína. Jafnframt mun bæjarráð óska eftir fundi með fulltrúum Heilbrigðisráðuneytisins.
Bókun fundar
Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Opnunartími 2016 var frá klukkan 14.00 - 18.00 yfir páskana.
Bæjarráð samþykkir að opnunartími páskana 2017 verði frá klukkan 12.00 til 18.00. Áætlaður kostnaður bæjarsjóðs vegna þess er kr. 250.000 og er vísað til viðauka.
Bókun fundar
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Bæjarráð ítrekar að greiðslur til ÚÍF vegna Hóls séu samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa ÚÍF á fund bæjarráðs til að ræða málefni Hóls.
Bókun fundar
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Bréf frá ÚÍF vegna gjafaafsals verður tekið fyrir þegar fulltrúar ÚÍF mæta á fund bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Bæjarráð lítur málið jákvæðum augum og vísar því til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Bókun fundar
Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri.
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
Fundargerð hafnarstjórnar frá 9. mars 2017
Fundargerð ungmennaráðs frá 16. mars 2017
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 15. mars 2017
Bókun fundar
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21. mars 2017
Bæjarráð tekur undir ályktun stjórnar Eyþings varðandi samgönguáætlun 2015 til 2018.
"Stjórn Eyþings gagnrýnir Alþingi fyrir að nýsamþykkt samgönguáætlun hafi ekki verið fjármögnuð að fullu við gerð fjárlaga 2017. Áætlunin er vanfjármögnuð um 10 milljarða króna á árinu 2017 og því hefur samgönguráðherra lagt til mikinn niðurskurð á þeim verkefnum sem til stóð að framkvæma á árinu. Eyþing hefur í takt við sóknaráætlun landshlutans lagt ríka áherslu á að uppbygging Dettifossvegar verði kláruð auk þess sem tryggt verði fjármagn í flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú hefur fjármagn til Dettifossvegar verið skorið niður og er hluti af fjármögnun framkvæmdanna byggður á niðurskurði á öðrum brýnum samgönguverkefnum í landshlutanum. Ekkert fjármagn er ætlað í flughlað. Þessar framkvæmdir eru lykilatriði í því að ferðamenn dreifist sem víðast um landið. Af sömu ástæðu er aðkallandi að vegi um Brekknaheiði og Langanesströnd verði komið á framkvæmdaáætlun.
Stjórn Eyþings fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að setja nú aukið fjármagn til samgöngumála og skorar á Alþingi að tryggja fjármögnun þessara framkvæmda."
Bókun fundar
Afgreiðsla 493. fundar bæjarráðs staðfest á 144. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.