Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016
Málsnúmer 1609011F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016
Lagt fram bréf til heilbrigðisráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar, dagsett 27. september 2016, þar sem Fjallabyggð sækir um fjölgun dagvistarrýma við dagdvöl aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði, úr sjö leyfum í tólf. Undanfarin ár hefur þátttaka eldra fólks í dagdvölinni verið langt umfram fjölda þessara sjö dagvistarýma eða rúmlega þreföld. Hlutfall eldri borgara í Fjallabyggð er mjög hátt eða 19%, samanborið við landsmeðaltalið sem er 12%.
Bókun fundar
Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016
28. september 2016, tilkynnti Arion banki um uppsagnir 46 starfsmanna. Þar af störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans og 19 á öðrum starfsstöðvum.
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna 6,4 stöðugilda í útibúum Arion banka í Fjallabyggð. Þessar uppsagnir eru þvert á þær yfirlýsingar sem forsvarsmenn gáfu bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku Arion banka á Afli-Sparisjóði á Siglufirði.
Niðurskurður stöðugilda í Fjallabyggð er þriðjungur í stöðugildafjölda bankans í uppsögnum á landsbyggðinni og er mikil blóðtaka fyrir samfélag eins og Fjallabyggð.
Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Arion banka mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir núverandi stöðu mála og til framtíðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðson og upplýsti bæjarráð um stöðu framkvæmda.
Bókun fundar
Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir júlí 2016.
Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til júlí, 2016, er 65,7 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
Tekjur umfram gjöld eru 8,9 millj. í stað 74,6 millj.
Tekjur eru 30,3 millj. hærri en áætlun, gjöld 114,6 millj. hærri og fjármagnsliðir 18,6 millj. lægri.
Bókun fundar
Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016
Lögð fram launagögn og samanburður vegna launaáætlunar 2016.
Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta fundar og óskar eftir að skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóri félagsmála komi á næsta fund bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016
Á 466. fundi bæjarráðs, 20. september 2016, voru lögð fram til kynningar drög að samningi við Tröppu ehf um þjónustu talmeinafræðinga í fjarþjálfun og ráðgjöf vegna barna með tal- og málþroskafrávik. Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Umsögn lögð fram.
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna með aðkomu Tröppu ehf að náms- og starfsráðgjöf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016
Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands, í bréfi dagsettu 26. september 2016, um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 29. október 2016.
Fram kemur m.a. að kjörskrár skulu lagðar fram á skrifstofu bæjarfélagsins eigi síðar en miðvikudaginn 19. október 2016.
Þrjú eintök af kjörskrárstofni vegna alþingiskosningana hafa borist og verður kjörskrá yfirfarin og staðfest á næsta bæjarstjórnarfundi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016
Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
84. fundur hafnarstjórnar frá 26. september 2016.
206. fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 29. september 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.