Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Málsnúmer 1604062

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 13. fundur - 20.04.2016

Samþykkt
Í 9. grein samþykktar um ungmennaráð er kveðið á um að einu sinni á ári skuli haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórnar með ungmennaráði. Stefnt er á að slíkur fundur verði í byrjun maí. Rætt var um hvaða málefni ætti að taka upp á fundinum. Fundarmenn sammála um að taka til umfjöllunar eftirtalin málefni; aukin fræðsla um eflingu geðheilsu ungra barna, skólamáltíðir, málefni félagsmiðstöðvar, umhverfismál og samgöngur.