-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Lögð fram drög að hönnunarsamningi við AVH ehf. v. viðbyggingar við Menntaskólann á Tröllaskaga.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum hönnunarsamning við AVH ehf. vegna viðbyggingar við Menntaskólann á Tröllaskaga.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Á 442. fundi bæjarráðs, 26. apríl 2016, var til umfjöllunar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.
Umsögn send nefndarsviði lögð fram.
Þau atriði sem helst bera að nefna í umsögn varða endurbyggingu Bæjarbryggju á Siglufirði, Skarðsveg í Skarðsdal og gatnamót Snorragötu, Gránugötu og Suðurgötu, Siglufirði.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Lögð fram til kynningar yfirferð Jafnréttisstofu á jafnréttisáætlun Fjallabyggðar.
Það er mat Jafnréttisstofu að áætlunin uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru skv. ákvæðum jafnréttislaga nr. 10/2008.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Lagt fram minnisblað fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúa, frá 22. apríl 2016, ásamt drögum að viðmiðunarreglum um launuð og launalaus leyfi starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að reglum til afgreiðslu þar næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit mars 2016.
Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til mars, 2016, er 3,0 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 24,5 millj. í tekjur umfram gjöld, í stað 21,5 millj.
Tekjur eru 0,5 millj. hærri en áætlun, gjöld 4,3 millj. lægri og fjármagnsliðir 1,8 millj. hærri.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.
Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Kl. 13:00 í dag 3. maí 2016, voru opnuð tilboð í verkið "Ólafsfjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Pálsbergsgötu. Útrás og yfirfallsbrunnur við Námuveg".
Tilboð bárust frá:
Bás ehf. Siglufirði kr. 37.414.474,- sem er 132% af kostnaðaráætlun (28.433.800) og
Smári ehf. Ólafsfirði kr. 47.042.556,- sem er 165% af kostnaðaráætlun.
Bæjarráð hafnar framkomnum tilboðum.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna framkomnum tilboðum í verkið og samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við lægstbjóðanda.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.
Tekið til umfjöllunar erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur, dagsett 29. apríl 2016 um úthlutun leikskólapláss á leikskólanum Leikskálum.
Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 29. apríl 2016.
Bæjarráð óskar eftir því að leikskólastjóri mæti á næsta fund bæjarráðs og leggi fram umsögn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Lögð fram fyrirspurn frá Ívari Bragasyni, eiganda að Þormóðsgötu 30 Siglufirði, dagsett 25. apríl 2016.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 25. apríl 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Yummi Yummi kt. 601115-2390 til sölu veitinga að Túngötu 40a, Siglufirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Tekin fyrir fyrirspurn vegna söfnunar áskrifenda að endurminningum og í senn afmælisriti séra Vigfúsar Þórs Árnasonar sem var prestur á Siglufirði og bæjarfulltrúi.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og forstöðumanni Bókasafns Fjallabyggðar kaup á bókum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016, var lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar til Vegagerðar, um málefni jarðganga á Tröllaskaga, dagsett 11. apríl 2016.
Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar, dagsett, 20. apríl 2016.
Bæjarráð undrast svör Vegagerðarinnar og felur slökkviliðsstjóra að leita eftir skýrari svörum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Boðað er til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. 10. maí 2016 á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn f.h. Fjallabyggðar, eigi hann þess kost.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Boðað er til aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands, 10. maí 2016 á Akureyri.
Lagt fram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
6. fundur starfshóps um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga, 27. apríl 2016.
98. fundur félagsmálanefndar, 29. apríl 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016
Lögð fram til kynningar fundargerð HNV frá 28. apríl 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.