Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 1. fundur - 25. janúar 2016
Málsnúmer 1601012F
Vakta málsnúmer
.1
1601094
Nýbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 1. fundur - 25. janúar 2016
Aðstöðu vantar í skólann fyrir félagsaðstöðu fyrir nemendur, mataraðstöðu nemenda og kennara, fundaraðstöðu og geymslur (fjölnota sal). Farið yfir mögulega nýtingu á salnum og skólameistara falið að koma með hugmyndir stjórnenda skólans að nýtingu, út frá þarfagreiningu innan skólans eftir ca tvær vikur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 1. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.2
1601095
Viðhald - Menntaskólinn á Tröllaskaga
Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 1. fundur - 25. janúar 2016
Farið yfir viðhald á Menntaskólanum. Fyrir liggur að ljúka við hluta viðhalds á gluggum og fara í endurnýjun þaks í sumar. Viðhald glugga verður lokið á næsta ári. Salernisaðstaða fyrir starfsfólk og nemendur verður lagfærð árið 2017. Skoðað verður nánar innan skólans hvort þörf sé á frekari endurbótum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 1. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.