-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Á fund bæjarráðs komu deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson og skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir.
Lögð fram til kynningar skýrsla Menntamálastofnunar á ytra mati á Grunnskóla Fjallabyggðar sem fór fram á haustönn 2015. Teknir voru fyrir fjórir matsþættir, þar af voru þrír fyrirfram ákveðnir, en fjórði matsþátturinn var ákveðinn af bæjarfélagi og skóla. Þættirnir sem lagt var mat á voru stjórnun, nám og kennsla, innra mat og að ósk skóla og bæjarfélags var fjórði þáttur skóli án aðgreiningar.
Skólastjóri greindi frá þeirri vinnu sem þegar er komin í gang með gerð umbótaáætlunar sem skila þarf til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Skýrslan verður kynnt foreldrum og nemendum á næstunni og verður í kjölfarið gerð opinber.
Bókun fundar
Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Tekið fyrir erindi deildarstjóra tæknideildar, dagsett 22. janúar 2015, þar sem óskað er eftir heimild til þess að ráða tímabundið í starf tæknifulltrúa, frá apríl 2016 til loka janúar 2017, þar sem núverandi tæknifulltrúi sé á leið í fæðingarorlof.
Bæjarráð samþykkir erindi deildarstjóra tæknideildar og felur honum að auglýsa í tímabundið starf tæknifulltrúa.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Landsleikurinn Allir lesa fór aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn, en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmanneyingar í efsta sæti en Fjallabyggð hafnaði í 40. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar.
Liðakeppnin skiptist í þrjá flokka: vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk.
Skráning liða er hafin á allirlesa.is og landsleikurinn er í gangi frá 22. janúar til 21. febrúar.
Bæjarráð hvetur bæjarbúa til að taka þátt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Í erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar, dagsett 11. janúar 2016 er óskað eftir því við Fjallabyggð að endurnýja innkeyrsluhurð á troðaraskemmunni í Tindaöxl í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr könnuninni Öryggi barna í bíl 2015.
Samgöngustofa, Slysavarnafélagið Landsbjörg tryggingafélögin VÍS og Sjóvá lögðu fyrir könnun á öryggi barna í bílum í september á þessu ári. Könnunin var gerð við 60 leikskóla í 25 bæjarfélögum víða um land með 2.236 þátttakendum.
Í kynningu kemur fram að að í 71. gr. umferðarlaga segir m.a.:
"Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 135 sm á hæð".
Ennfremur segir þar:
"Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað.
Ökumaðurinn ber þannig fulla ábyrgð á að barnið noti verndarbúnað. Með breytingu umferðarlaga í febrúar 2015 er ekki heimilt að nota öryggisbelti ef annar búnaður er ekki til staðar".
Bæjarráð telur að hægt sé að standa betur að öryggismálum barna og samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir aðkomu lögregluembættisins og tryggingarfélaga til að fanga athygli foreldra á öryggi barna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Samgönguþing MN 2016 verður haldið miðvikudaginn 17. febrúar n.k. á Akureyri.
Fjallað verður um samgöngur með augum ferðaþjónustunnar.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Lagt fram erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett 22. janúar 2015, er varðar vinnu við greiningu á því hvort hratt vaxandi ferðaþjónusta sé jákvæð eða neikvæð fyrir fjárhag sveitarfélaga. Í tengslum við þá vinnu er óskað er eftir upplýsingum um fjölda ferðamanna í bæjarfélaginu á tímabilinu 2004-2014.
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristni J. Reimarssyni að svara erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Lögð fram þjónustukynning LT - rannsókna og ráðgjafar frá 13. janúar 2016, sem er tilbúið að vinna með bæjarfélaginu við gerð hvers konar rannsóknar-, greiningar- og stefnumótunarvinnu í tengslum við fjölda ferðamanna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Lögð fram þjónustukynning á sérstakri vsk. skráningu sveitarfélaga vegna byggingarframkvæmda og fjármögnun.
Í umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála er ekki talin þörf á hagkvæmnisathugun vegna málsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Lagt fram til kynningar uppgjör Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra vegna greiðslu eftirstöðva þeirra fjármuna sem eftir stóðu hjá SSNV vegna málefna fatlaðra í árslok 2013.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016
Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
Atvinnumálanefnd, 13. fundur, 20. janúar.
Ungmennaráð, 11. fundur, 21. janúar.
Félagsmálanefnd, 95. fundur 21. janúar.
Starfshópur - MTR, 1. fundur, 25. janúar.
Fræðslu- og frístundanefnd, 23. fundur, 25. janúar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.