Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016
Málsnúmer 1601006F
Vakta málsnúmer
.1
1501053
Fyrirtækjaheimsóknir
Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016
Fundurinn hófst með heimsókn á Hótel Brimnes. Atvinnumálanefnd þakkar rekstraraðilum góðar móttökur og kynningu á fyrirtækinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 13. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.2
1601064
Nýting hafnarmannvirkja í Fjallabyggð
Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016
Atvinnumálanefnd leggur til við hafnarstjórn og bæjarráð að farið verði af stað með vinnu þar sem kannaðir verði möguleikar á aukinni nýtingu hafnarmannvirkja í Fjallabyggð. Haldinn verði opinn fundur um nýtingu hafnarmannvirkjanna þar sem málefnið verður rætt og í kjölfarið skipaður vinnuhópur sem tekur saman og vinnur úr tillögunum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 13. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.3
1601065
Stefnumótun ferðaþjónustu í Fjallabyggð
Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016
Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð og óskar jafnframt eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á því að fram fari fagleg umræða um stefnumótun í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og hvort ekki sé rétt að tengja þá vinnu við endurskoðun eða breytingar á Aðalskipulagi sveitarfélagsins. Leggur nefndin jafnframt til að næsta atvinnumálaþing verði ferðaþjónusta til umræðu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 13. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.4
1407005
Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014 og 2015
Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016
Fundargerðir stjórnar AFE nr. 182, 183 og 184 lagðar fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 13. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.