Kynning á European Voluntary Service (EVS)

Málsnúmer 1511057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 03.12.2015

Lögð fram kynning á European Voluntary Service.

Bent er á að sveitarfélög geti boðið ungu fólki frá Evrópu til sín til að taka þátt í alls konar verkefnum á vegum sveitarfélagsins og sótt um styrk til þess.
Sambærilegt tækifæri sé einnig fyrir íslensk atvinnulaus ungmenni á aldrinum 18-30 að fara til Evrópu og öðlast lærdómsreynslu fyrir lífið.

Meðalstyrkur á mánuði til að taka á móti/senda einn sjálfboðaliða er kr. 105.000 fyrir uppihaldi og vasapeningum, auk ferðastyrks.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar Fræðslu- og frístundanefndar og Ungmennaráðs.