Breytingar á innheimtu eftirlitsgjalda

Málsnúmer 1511051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 03.12.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og S. Guðrún Hauksdóttir kom í hennar stað.

Lagt fram erindi frá heilbrigðisfulltrúa N. vestra, Sigurjóni Þórðarsyni um breytingu á innheimtu eftirlitsgjalda.

Fyrirhugað er að innheimtan fari ekki í gegnum skrifstofur sveitarfélaga eins og nú er, heldur verði eftirlitsaðilar rukkaðir beint af eftirlitinu.

Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki lagt mat hve breytingin mun valda miklum kostnaðarauka fyrir eftirlitið en þegar það liggur fyrir verða lagðar til breytingar fyrir Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, á samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Umsögn bæjarstjóra lögð fram.

Bæjarráð styður tillöguna.