Fundargerð 9. fundar Ungmennaráðs frá 4. nóvember 2015

Málsnúmer 1511042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17.11.2015

123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11. nóvember 2015, vísaði fundargerð 9. fundar ungmennaráðs frá 4. nóvember 2015, til bæjarráðs.

Eftirfarandi dagskrárliðir fundargerðar voru teknir til umræðu:


1511003 - Framtíðarhúsnæði Neon
Varðandi framtíðarhúsnæði Neons, hvetur bæjarráð ungmennaráð til að gera könnun á meðal notenda.


1410049 - Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg
Varðandi kvikmyndasýningar, þá gerir bæjarráð ekki ráð fyrir kvikmyndasýningum í Tjarnarborg í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

1511002 - Líkamsrækt, Siglufirði
Bæjarráð óskar eftir úttekt íþrótta- og tómstundafulltrúa á tækjakosti líkamsræktarstöðvanna í Fjallabyggð.