Viðbygging við Suðurgötu 2 Siglufirði

Málsnúmer 1511040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 09.12.2015

Konráð Baldursson fyrir hönd Selvíkur ehf. vill kanna afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar fyrir stækkun á húsnæði fyrirtækisins við Suðurgötu 2-4 skv. meðfylgjandi myndum. Áætluð stækkun er ca. 3.15m í norður og stækkun í vestur fyrir móttöku og vörugeymslu.

Nefndin tekur jákvætt í erindið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 195. fundur - 14.12.2015

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Jónssonar vegna afgreiðslu nefndarinnar á fyrirspurn um viðbyggingu á Suðurgötu 2, þar sem spurt er hvenær Suðurgata 2 sé byggð svo og hvort byggingin sé ekki hluti af menningarsögulegu gildi Siglufjarðar.

Byggingarár hússins er 1995 og fellur það því ekki ekki undir lög um menningarminjar nr.80/2012.