-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum á tímabilinu 1. janúar 2015 til 10. desember 2015.
Siglufjörður 23200 tonn í 2371 löndunum. Ólafsfjörður 506 tonn 570 í löndunum.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgison.
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Lagður fram undirritaður verksamningur við Ísar, ásamt fylgigögnum, vegna endurbyggingu á Bæjarbryggju, Siglufirði.
Hafnarstjórn fagnar undirritun verksamnings við Ísar ehf.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgison.
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu orlofs hjá starfsmönnum Fjallabyggðarhafna.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgison.
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að taka saman kostnað við að klæða, leggja rafmagn og vatn að bryggju við Síldarminjasafnið á Siglufirði.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgison.
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Hafnarstjóri fór yfir samþykkta fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit hafnarsjóðs fyrir tímabilið 1.1. - 31.10.2015.
Hafnarsjóður rekstur rauntölur -43.735.524 áætlun -30.584.900.
Rekstrarstaða hafnarsjóðs er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Einnig kynntar rekstrartölur úr bókhaldi miðað við 10. desember 2015.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgison.
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Tjón varð í innri höfn, Siglufirði þann 2/12 þegar landgangur, ljósastaur og rafmagnskassi fóru í sjóinn við flotbryggjuna. Talið er að tjónið megi rekja til ástands á landfestingum landgangsins sem eru orðnar lélegar.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgison.
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að skoða hvort hægt sé að minnka rafmagnsnotkun á hafnarsvæðum með því að setja led kastara í stað þeirra sem nú eru í notkun.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgison.
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður vék af fundi undir þessum lið.
Hafnarstjóri fór yfir rekstrarúttekt á starfsemi hafnarsjóðs.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna að þeim tillögum sem fram koma í úttektinni í samráði við starfsmenn Fjallabyggðarhafna.
Bókun fundar
Til máls tóku Gunnar I. Birgison og S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Fiskistofa innheimti sérstakt gjald af strandveiðibátum sem greitt er hverri höfn í hlutfalli við heildarafla sem fengin var við strandveiðar tímabilið 1/5 - 31/8 2015. Í hlut Fjallabyggðar kemur:
Siglufjarðarhöfn 1.496.753
Ólafsfjarðarhöfn 251.112
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Lagt fram bréf frá umsjónarmönnum björgunarskipsins Sigurvin þar sem óskað er eftir tillögu hafnarstjórnar að viðlegu fyrir Sigurvin þar sem ekki verður hægt að nota núverandi viðlegukant þegar Bæjarbryggjan verður endurbyggð.
Hafnarstjórn samþykkir að boða umsjónarmenn Sigurvins á fund hafnarstjórnar.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgison.
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Á seinasta hafnasambandsþingi var töluvert rætt um kynningu á starfsemi hafna og hvernig megi auka jákvæða ímynd þeirra. Þingið samþykkti svo ályktun um að mikilvægt væri að kynna starfsemi hafna með jákvæðum hætti gagnvart almenningi og fyrirtækjum.
Stjórn Hafnasambands Íslands hefur tekið málið fyrir og ákveðið að óska eftir upplýsingum frá aðildarhöfnum til að kortleggja það sem nú þegar er verið að gera.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Fundargerðir 378. og 379. fundar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015
Fundargerð 23. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.