Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 3. desember 2015
Málsnúmer 1511012F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 3. desember 2015
Rætt um fyrirkomulag og viðburðahald um jól og áramót, brennur, flugeldasýningar og jólatréstendrun. Markaðs- og menningarnefnd hvetur aðila sem standa að viðburðum á þessum tímamótum og kaupmenn í Fjallabyggð að eiga meira samráð þegar viðburðir eru skipulagðir og nota sameiginlega aðventu- og jóladagskrá til að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Jafnframt leggur nefndin til að skoðað verði að ári að vera með einn til tvo daga á aðventunni þar sem sköpuð verði jólastemning í miðbæjum byggðarkjarnanna og helst í tengslum við tendrum jólatrjáa.
Bókun fundar
Afgreiðsla 21. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 3. desember 2015
Lagðar fram til kynningar tillögur áhugahóps um jólabæinn Ólafsfjörð. Nefndin þakkar hópnum framkomnar tillögur. Óskað verður eftir áliti Skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu nr. 1 um varanleg tréhús sunnan við Tjarnarborg. Varðandi tillögu nr. 2 um nota litlu jólahúsinu á fleiri stöðum í bænum en við Tjarnarborg samþykkir nefndin að tvö hús verði sett á horn Strandgötu og Aðalgötu sem áhugahópurinn getur notað núna á aðventunni. Jafnframt leggur nefndin til að starfsmenn þjónustumiðstöðvar aðstoði hópinn við uppsetningu á eldstæðum föstudaginn 11. desember þegar hópurinn stendur fyrir jólastemningu í miðbæ Ólafsfjarðar. Er varðar aðrar tillögur hópsins er ljóst að þær þarf að taka til frekari skoðunar og jafnframt að reikna betur kostnað við framkvæmd þeirra við gerð fjárhagsáætlunar 2017 þar sem nýbúið er að samþykkja fjárhagsáætlun 2016. Markaðs- og menningarnefnd hvetur áhugahópinn til að kynna hugmyndirnar fyrir íbúum Ólafsfjarðar og kanna hug þeirra t.d. til tillögu nr. 6 um sameiginlegar götuskreytingar á jólastaura.
Bókun fundar
Afgreiðsla 21. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 3. desember 2015
Auglýst hefur verið eftir umsóknum og/eða tilnefningum fyrir Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2016. Frestur er til 18. desember nk. að skila inn umsóknum og/eða tilnefningum. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að bæjarlistamaður verði útnefndur við athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 21. janúar 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 21. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.