Hönnun tjaldsvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1510108

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28.10.2015

Lögð fram fyrstu drög að hönnun nyrðri hluta tjaldsvæðisins í Ólafsfirði. Umræða tekin á meðal nefndarmanna.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 193. fundur - 04.11.2015

Lagt fram erindi rekstraraðila tjaldsvæðisins í Ólafsfirði, dagsett 20.október 2015. Ásamt skýrslu með fjölda gistinátta á tjaldsvæðinu sumarið 2015 eru gerðar athugasemdir við skipulag svæðisins.

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lögð fram fyrstu drög að hönnun tjaldsvæðisins, unnið af tæknifulltrúa. Þar er gert ráð fyrir gróðri sem rammar inn svæðið með einföldum hætti svo auðvelt sé fyrir útilegugesti að athafna sig á svæðinu. Vinna við tillöguna stendur ennþá yfir og þakkar nefndin rekstraraðilum fyrir framlagðar athugasemdir sem munu verða hafðar til hliðsjónar við frekari hönnun svæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 09.12.2015

Lögð fram 2.drög að hönnun tjaldsvæðisins í Ólafsfirði.

Nefndin samþykkir framlagðar teikningar.
Fylgiskjöl:

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27.01.2016

Lögð fram að nýju tillaga tæknideildar að hönnun tjaldsvæðis í Ólafsfirði.

Tæknifulltrúa falið að koma með tvær tillögur að staðsetningu grillaðstöðu á næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 08.02.2016

Á síðasta fundi óskaði nefndin eftir að tæknifulltrúi kæmi með nýjar tillögur að staðsetningu grillsvæðis á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði. Lagðar fram þrjár nýjar tillögur.

Nefndin samþykkir framlagða tillögu númer 3.