-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lögð fram umsókn Kristins E. Hrafnssonar um lóð við Strandgötu 3, Ólafsfirði. Einnig lagðar fram teikningar og ljósmynd af húsi sem áætlað er að flutt verði á lóðina frá Reykjum. Húsið stóð áður í miðbæ Ólafsfjarðar. Einnig óskað eftir niðurfellingu á gatnagerðagjöldum.
Umsókn um lóð er hafnað þar sem fjarlægðarmörk milli húsa uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Einnig samræmist staðsetning hússins á lóð ekki þeirri húsalínu sem fyrir er við Strandgötu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Þann 26.maí-23.júní 2015 var tillaga að svölum við Suðurgötu 47b Siglufirði, grenndarkynnt húseiganda við Suðurgötu 47a og athugasemdir teknar fyrir á 185.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 10.júní sl. Athugasemdir voru gerðar við mikla nálægð við stofuglugga athugasemdaraðila og vegna stærðar svala. Afgreiðslu málsins var frestað og umsækjanda gefinn kostur á að leita sátta við athugasemdaaðila um byggingu minni svala m.t.t. yfirlýsts tilgangs með byggingu þeirra.
Þann 8.júlí s.l. átti deildarstjóri tæknideildar fund með athugasemdaraðila þar sem lögð var fram tillaga að breytingu á svölum Suðurgötu 47b þar sem búið er að færa þær þannig að þær standa 2.22m frá húsvegg á Suðurgötu 47a. Einnig er búið að minnka þær um 50 cm á dýpt. Athugasemdaraðili ætlaði að kynna sér málið betur og senda athugasemdir til skipulags- og umhverfisnefnar.
Lagðar fram athugasemdir frá Andra Árnasyni hrl. fyrir hönd íbúa við Suðurgötu 47a, dagsett 29.september 2015 þar sem byggingu svalanna er mótmælt og þess krafist að eigandi Suðurgötu 47b fjarlægi pall á neðri hæð hússins.
Nefndin telur að eftir framkomnar breytingar á staðsetningu og stærð svala sé komið til móts við athugasemdir eiganda Suðurgötu 47a og samþykkir byggingarleyfi fyrir svölum við Suðurgötu 47b. Varðandi athugasemdir við pall á neðri hæð þá er hann innan lóðar Suðurgötu 47b samkvæmd mæliblaði tæknideildar.
Bókun fundar
Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið aftur til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lögð fram umsókn fyrir hönd E. Sigurðssonar ehf., þar sem óskað er eftir leyfi til að fjarlægja bílskúrshurð á húsnæði við Suðurgötu 6 og setja þar nýja framhlið svo hægt sé að nýta húsnæðið sem verslunarhúsnæði. Einnig lagðar fram teikningar af framhliðinni.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar safnstjóra Síldarminjasafnsins, dagsett 11.september 2015. Fyrir hönd Síldarminjasafnsins er óskað eftir aðstoð bæjarfélagsins við að koma fyrir fráveitulögn til að mæta flóðum eins og þeim sem urðu á lóð Síldarminjasafnsins í vatnsveðrinu mikla þann 28.ágúst sl.
Nefndin vísar erindinu til úrvinnslu fjárhagsáætlunar 2016.
Bókun fundar
Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.
Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson og Gunnar I. Birgisson.
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lagt fram erindi Þorsteins Sveinssonar þar sem óskað er eftir því að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því að minnka hraðakstur við Aðalgötuna í Ólafsfirði, aðallega við Tjarnarborg þar sem tónskólinn er staðsettur og mörg börn á ferli.
Í gildi er umferðaröryggisáætlun þar sem fyrirhugaðar eru hraðatakmarkanir á Aðalgötu í Ólafsfirði. Vísað til fjárhagsáætlunar 2016.
Bókun fundar
Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Gunnar I. Birgisson, Hilmar Elefsen, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Ríkharður Hólm Sigurðsson.
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Umræða tekin á meðal nefndarmanna um hönnun á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lögð fram ábending frá íbúa að stöðva ætti veiðar í Hólsá þar sem bleikjan er byrjuð að hrygna. Nefndin telur eðlilegt að sömu reglur gildi um veiði í Hólsá eins og í öðrum ám og ekki verði veitt í ánni á meðan hrygning stendur yfir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lagt fram erindi Guðrúnar Unnsteinsdóttur aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 30.september 2015. Óskað er eftir leyfi nefndarinnar til að planta græðlingum sem skólinn hefur fengið úthlutað úr Yrkjusjóði. Svæðið sem um ræðir er rétt sunnan við grunnskólann í Ólafsfirði. Lagt fram kort af svæðinu.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lagt fram erindi Jóns Garðars Steingrímssonar. Óskað er eftir leyfi fyrir eftirtöldum framkvæmdum á lóð hans við Hólaveg 4, Siglufirði:
Gerð bílastæðis sunnan húseignarinnar að Hólavegi 4, ásamt því að fjarlægja tré sem þar stendur. Lagningu drens umhverfis húseignina. Fjarlægja olíutank sem staðsettur er fyrir miðjum vesturvegg húseignarinnar við Hólaveg 4. Fjarlægja tré sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna slagviðris. Að lokum er óskað eftir því að kaldavatnsveita og holræsalögn verði endurnýjuð að lóðarmörkum.
Erindi samþykkt. Varðandi vatn og fráveitu þá er því vísað til skoðunar hjá þjónustumiðstöð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lagt fram erindi Soffíu G. Jóhannesdóttur dagsett 29.september 2015. Óskað er eftir að gerð verði lóðarmarkayfirlýsing vegna lóðarmarka við Hverfisgötu 31 í samræmi við lóðarblað tæknideildar dags. 26.ágúst 2014. Einnig er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Suðurgötu 34b.
Nefndin samþykkir lóðarmarkayfirlýsingu fyrir lóðina Hverfisgötu 31 í samræmi við lóðarblað tæknideildar dag. 26.ágúst 2014 en hafnar endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Suðurgötu 34b og innkallar því lóðina skv. 4.grein gildandi lóðarleigusamnings, þar sem ekki var heimilt að framselja eða láta af hendi lóðina til þriðja aðila.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lagt fram erindi Jóhanns G. Jóhannssonar dagsett 5. október 2015. Óskað er eftir leiðréttingu á lóðarmörkum við Háveg 2 í samræmi við meðfylgjandi teikningu, þannig að gestahús sem tilheyrir Hávegi 4 standi alfarið á lóð Hávegar 4. Einnig er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamning í samræmi við ofangreint.
Erindi samþykkt með fyrirvara á að samþykki eiganda Hávegi 2 liggi fyrir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lagt fram erindi Sigurjóns Magnússonar dagsett 14. ágúst 2015. Óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar vegna umsóknar til Landbúnaðarráðuneytis um stofnun lögbýlis fyrir Brimnes, skv. V. kafla jarðalaga nr. 81/2004. Umsögn þessi er vegna umsóknar til Norðurlandsskóga um skjólbeltaræktun á landinu í kringum Brimnes. Landið þarf að uppfylla og vera skráð sem lögbýli til að Norðurlandsskógar sjái um plöntur til gróðursetningar og aðstoð við plöntun.
Þar sem svæðið er ekki skilgreint sem landbúnaðarsvæði á gildandi aðalskipulagi, sér nefndin sér ekki fært að gefa jákvæða umsögn um erindið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lagt fram erindi Brynju Ingunnar Hafsteinsdóttur, fyrir hönd Húsfélagsins Laugarvegi 14. Óskað er eftir leyfi til að fella tvö tré, ösp og viðju, sem standa á suðurhorni lóðarinnar. Um er að ræða há tré og eru þau nyrst í þyrpingu nokkurra trjáa.
Undir þessum lið vék Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir af fundi.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lagt fram til kynningar skilamat vegna Snjóflóðavarna Siglufirði, þvergarðar 2.áfangi, sem unnar voru á tímabilinu 2003-2008. Skilamatið er gefið út af Framkvæmdasýslu ríkisins, en verkkaupar voru Siglufjarðarkaupstaður og Ofanflóðasjóður.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015
Lögð fram til kynningar drög að verkefnalýsingu að eigendastefnu fyrir þjóðlendur, gefið út af Forsætisráðuneytinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.