Leigugjald fyrir íþróttasal í skólahúsi

Málsnúmer 1509017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Lögð fram fyrirspurn frá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar, dagsett 7. september 2015, varðandi hækkun gjaldskrár á íþróttasal í skólahúsi við Norðurgötu á Siglufirði og óskað upplýsinga um kostnaðarforsendur sem liggja þar að baki.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu, en gjaldskráin verður tekin til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.