-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Tillaga að breytingum á húsnæði gamla gagnfræðaskólans við Hlíðarveg 20 var grenndarkynnt frá 2.júní til 1.júlí 2015. Tillagan er gerð af Elínu Þorsteinsdóttur, innanhússarkitekt fyrir Annathor ehf. Lagðar fram athugasemdir sem bárust ásamt umsögn frá Minjastofnun Íslands.
Erindi frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Umræða var tekin um ástand húsa og lóða fyrirtækja og einstaklinga í Fjallabyggð. Nefndin felur tæknideild að senda eigendum umræddra fasteigna og lóða athugasemdir vegna umhirðu og hvetja til úrbóta.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Björgvin M. Pétursson, fyrir hönd eigenda að Hlíðarvegi 7c Siglufirði, óskar eftir leyfi til breytinga á útliti hússins. Lagðir voru fram aðaluppdrættir af fyrirhuguðum breytingum á eigninni sem taka helst til breyttrar ásýndar hússins hvað varðar hæð þess, þakforms og endurklæðningar.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Lagt fram erindi Guðjóns M. Ólafssonar ásamt skýringarmyndum þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja sólpall á vesturhlið húss hans við Hverfisgötu 3, Siglufirði.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrólfs Baldurssonar og Ólafar Kristínar Daníelsdóttur, fyrir hönd Rebel ehf. Spurt er hvort leyfi fengist til að reisa 25-40fm hús á lóðinni Aðalgötu 25, Siglufirði. Húsið yrði á einni hæð og notað undir rakarastofu.
Á lóðinni stóð áður tveggja hæða hús og telur nefndin því að í ljósi stærðar hennar beri hún stærri byggingu en 25-40fm.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Eigendur að Lækjargötu 4c Siglufirði, óska eftir aðgengi að húsi sínu frá Lækjargötu eftir göngustíg norðan við Lækjargötu 4b. Jafnframt er óskað eftir að merkja nyrsta bílastæðið á Lækjargötu 4 sem einkastæði Lækjargötu 4c.
Nefndin samþykkir úthlutun á bílastæði og bendir á að göngustígurinn er til staðar og ekki þarf að sækja sérstaklega um aðgengi að honum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Á 177. fundi nefndarinnar þann 5. febrúar sl. var tekin fyrir umsókn Bás ehf. um úthlutun á lóðum nr. 2 og 12 við Ránargötu á Siglufirði. Nefndin samþykkti að úthluta Bás ehf. lóð nr. 12.
Málið tekið upp að nýju og Bás ehf. úthlutað lóð nr. 2 við Ránargötu. Tæknideild falið að ganga frá lóðarleigusamningi í samræmi við samþykkt deiliskipulag af Þormóðseyri.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Lagt fram erindi Halldóru S. Björgvinsdóttur húseiganda að Hvanneyrarbraut 63, Siglufirði. Óskað er eftir stækkun á lóð til norðurs að göngustíg samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Anna Marie Jónsdóttir fyrir hönd Jóns Garðars Steingrímssonar og Ingibjargar G. Jónsdóttur, sækir um endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir lóðirnar Hólaveg 4 og Hlíðarveg 15. Lagt fram lóðarblað og drög að lóðarleigusamningum.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar að nýrri staðsetningu jarðvegstippa fyrir grófan úrgang við Selgil á Siglufirði. Núverandi staðsetning er á suðurhluta Leirutanga og verður því svæði lokað.
Nefndin samþykkir tillöguna.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls og óskar eftir nánari upplýsingum deildarstjóra tæknideildar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Lagt fram erindi Guðnýjar Róbertsdóttur varðandi grjótnám í Hvanneyrarkróksfjöru.
Tæknideild falið að koma með svör við erindinu til nefndarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Tekið fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, f.h. kaffihússins Harbour House þar sem sótt er um leyfi fyrir uppsetningu vegvísis/skiltis upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju á Siglufirði. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. júlí sl. að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.
Nefndin gerir ekki athugasemd við staðsetningu vegvísis/skiltis og vísar ákvarðanatöku til hafnarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Hálfdán Sveinsson fyrir hönd Siglunes Guesthouse sækir um leyfi til að setja upp vegvísa á þrjá ljósastaura á Túngötu og Aðalgötu í samráði við deildarstjóra tæknideildar. Einnig er sótt um leyfi til að merkja bílastæði Sigluness við Eyrargötu 17. Lögð fram teikning af skiltunum.
Nefndin samþykkir erindið og að uppsetning verði í samráði við tæknideild.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 18.6 2015. Óskað er eftir umsögn byggingarfulltrúa vegna nýs rekstrarleyfis til sölu veitinga á krá og samkomusal/sölum að Vetrarbraut 8-10, Siglufirði.
Deildarstjóra tæknideildar falið að senda umsögn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Eiganda húss við Aðalgötu 6 Siglufirði var sent bréf dagsett 21.maí 2015 þar sem áréttuð var sú krafa að viðkomandi gerði úrbætur á útliti og frágangi fasteignarinnar. Gefinn var upp fjögurra vikna frestur til úrbóta eða tímasetta áætlun sem gerir ráð fyrir úrbótum við fyrsta tækifæri. Að öðrum kosti yrði málið tekið upp að nýju og lagðar á dagsektir.
Ekki hefur borist tímasett áætlun um úrbætur á eigninni. Því samþykkir nefndin að leggja á dagsektir að upphæð 20.000 kr. sem byrjar að telja frá og með mánudeginum 20.júlí 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, vegna breyttrar landnotkunar á Leirutanga Siglufirði, var auglýst 13.5 2015. Athugasemdafrestur var til 26.6 2015. Engin athugasemd barst en umsögn barst frá Umhverfisstofnun dags. 6.júlí 2015.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015
Tillaga að deiliskipulagi Leirutanga, Siglufirði, var auglýst 13.5 2015. Athugasemdafrestur var til 26.6 2015. Ein athugasemd barst og þrjár umsagnir.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 402. fundi bæjarráðs.