Rekstraryfirlit maí 2015

Málsnúmer 1506077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 402. fundur - 21.07.2015

Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2015,
er 34,7 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -26,7 millj. í stað 8,0 millj.



Tekjur eru 61,8 millj. hærri en áætlun, gjöld 38,3 millj. hærri og fjármagnsliðir 11,2 millj. lægri.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27.07.2015

Niðurstaða reksturs hafnarsjóðs tímabilið jan.-maí 2105 er 4,3 millj. í tekjur umfram gjöld miðað við áætlun sem gerði ráð fyrir 5,8 millj. í tekjur umfram gjöld.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19.08.2015

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2015.

Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 9,2 millj. kr. sem er 75% af áætlun tímabilsins sem var 12,3 millj. kr.

Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 4 millj. kr. sem er 33% af áætlun tímabilsins sem var 12 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 51,6 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 47,7 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umhverfismál er 1,7 millj. kr. sem er 67% af áætlun tímabilsins sem var 2,6 millj. kr.

Niðurstaða fyrir eignasjóð er -50,5 millj. kr. sem er 132% af áætlun tímabilsins sem var -38,3 millj. kr.

Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 9,3 millj. kr. sem er 76% af áætlun tímabilsins sem var 12,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir veitustofnun er -9,3 millj. kr. sem er 135% af áætlun tímabilsins sem var -6,9 millj. kr.